495. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 495. fundar síns fimmtudaginn 2. júní, en þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu og hefst kl. 17.

Bein útsending verður af fundinum í spilaranum neðst á þessari síðu.

Dagskrá

Almenn mál

1. Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar - Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.  Kosning í nefndir Ísafjarðarbæjar og stjórnir - Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Kosning í nefndir Ísafjarðarbæjar og stjórnir, í samræmi við 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Fastanefndir:

1. Bæjarráð

2. Fræðslunefnd

3. Hafnarstjórn

4. Íþrótta- og tómstundanefnd

5. Menningarmálanefnd

6. Skipulags- og mannvirkjanefnd

7. Umhverfis- og framkvæmdanefnd

8. Velferðarnefnd

9. Fjallskilanefnd

10. Yfirkjörstjórn

Stjórnir og samstarfsráð:

1. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum

2. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks

3. Stjórn Byggðasafns Vestfjarða

4. Öldungaráð

5. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

6. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands

7. Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar

8. Stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar

Forseti leggur til að tilnefndur verði áheyrnarfulltrúi til setu í bæjarráði.

3.  Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - 2022020054

Lögð er fram til kynningar greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, skv. 119. gr. kosningalaga nr. 112/2021, dags. 17. maí 2022.

4.  Stefnuskrá meirihluta nýrrar bæjarstjórnar - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Lögð fram til kynningar stefnuskrá meirihluta nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fulltrúa Í-lista.

5.  Sumarleyfi bæjarstjórnar - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Tillaga forseta um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2022, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi 1. september 2022.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.  Dagsetningar bæjarstjórnafunda - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Tillaga forseta að dagsetningum bæjarstjórnarfunda september 2022 til og með júní 2023, samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. maí 2022.

7.  Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2022050137

Tillaga forseta um ráðningu Örnu Láru Jónsdóttur, sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagður fram til samþykktar ráðningarsamningur.

8.  Opinber heimsókn forseta Íslands 2022 - 2022040097

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. maí 2022, vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar 7. og 8. júní 2022.

9.  Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði F37 undir frístundahús - 2022050043

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn heimili deiliskipulagsvinnu í landi Hóls í Firði vegna lóðarinnar Bakka.

10.  Hafnarbakki 1 - umsókn um lóð - 2022040059

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Ómar Ingi Eggertsson fái lóðina við Hafnarbakka 1, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

11.  Fjarðargata 12, Þingeyri. Umsókn um lóð - 2022050024

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Þorbergur Steinn Leifsson, f.h. Sjóbátaleigunnar, fái lóðina við Fjarðargötu 12, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

12.  Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.

Á 494. fundi bæjarstjórnar, þann 5. maí 2022, var fyrrgreind tillaga lögð fram í bæjarstjórn. Lögð var fram tillaga um frestun afgreiðslu málsins sem var samþykkt með níu atkvæðum. Nú eru ný gögn lögð fram með málinu og tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar lögð aftur fram.

Fundargerðir til kynningar

13.  Bæjarráð - 1198 - 2205007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1198. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 9. maí 2022.

Fundargerðin er í 17 liðum.

14.  Hafnarstjórn - 231 - 2205010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 13. maí 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

15.  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 584 - 2205001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 584. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. maí 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.

16.  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120 - 2204017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 120. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 6. maí 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.

17.  Velferðarnefnd - 463 - 2205004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 463. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 5. maí 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.