490. fundur bæjarstjórnar

490. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 16. febrúar og hefst kl. 17.

Beina hljóðútsendingu af fundinum má finna hér.

Dagskrá

Almenn mál

1. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar 2022 - 2022010049
Tillaga frá 489. fundi bæjarstjórnar, sem fram fór 3. febrúar 2022, um að bæjarstjórn taki til síðari umræðu og samþykki breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nánar tiltekið breytingar á 5. gr., 12. gr., 14. gr., 15., 16. gr., 35. gr., 39. gr., 40. gr., 48. gr., 51. gr., 52. gr. og 62. gr. núverandi samþykkta, í samræmi við minnisblöð sviðsstjóra, dags. 27. janúar 2022.

2. Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072
Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki veitingu stofnframlags til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (Nemendagerða Háskólaseturs Vestfjarða), að fjárhæð kr. 73.989.600. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er auknar tekjur um kr. 14.899.715.

3. Rekstur kvikmyndahúss í Ísafjarðarbæ - 2021100102
Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki styrktarsamning við Verkalýðsfélag Vestfirðinga um 90% styrk fasteignaskatts og lóðarleigu vegna fasteignarinnar að Norðurvegi 1 á Ísafirði, gegn þeim skilyrðum að styrkurinn verði veittur til endurbóta á húsnæðinu og tækja til kvikmyndasýninga. Samningurinn gildir til tíu ára og er janframt skilyrtur því að áfram verði rekið kvikmyndahús í fasteigninni.

4. Forkaupsréttur sveitarfélags að skipi - Dýrfirðingur ÍS058 - 2022020039
Tillaga frá 1187. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. febrúar 2022, um að bæjarstjórn falli frá forkaupsrétti vegna sölu skipsins Dýrfirðings ÍS-058.

5. Röskun á skóla- og frístundastarfi - 2022020030
Tillaga frá 436. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 10. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi í Ísafjarðarbæ, en þó skuli tryggt að hægt verði að opna fyrir börn neyðaraðila ef brýn nauðsyn krefur.

6. Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074
Tillaga frá 436. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 10. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki að áfram verði starfandi leikskólastjóri við leikskólann Grænagarð á Flateyri.

7. Þarfagreining aðildarfélaga HSV 2022-2027 - 2021080069
Tillaga frá nefndarmönnum D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks á 229. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn samþykki uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027.

8. Fyrirspurn um lóðir frá Skeið ehf. - 2022010052
Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn geri samkomulag við Skeið ehf. og Vestfirska Verktaka ehf. vegna lóða við Hafnarstræti 15 og 17 og Pollgötu 2 og 6, á Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.
„Bæjarstjórn er heimilt að úthluta svæðum til uppbyggingar til verktaka án þess að lóðir á viðkomandi svæði séu auglýstar til úthlutunar skv. gr. 1.1. Í slíkum tilvikum skal gerður samningur á milli aðila þar sem m.a. skal kveðið á um afmörkun svæðisins, byggingahraða og tryggingar fyrir greiðslu gatnagerðagjalda.“
Lóðir á horni Suðurgötu og Njarðarsunds, einnig lóð á horni Mjósunds og Aðalstrætis, eru ekki lausar til úthlutunar.

9. Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044
Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæðis, vegna endurskoðunar á nýtingarhlutfalli lóða.

10. Kubbi, fjarlæging vegslóða - 2020040047
Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba.

11. Túngata 5, Flateyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021060039
Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimila lóðarúthlutun við Túngötu 5 á Flateyri til Grænhöfða ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

12. Holtsbugur -fjarskipti. Stofnun lóðar út úr landi Holts í Önundarfirði - 2022010121
Tillaga frá 576. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 2. febrúar 2022, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar í landi Holts í Önundarfirði undir fjarskiptaaðstöðu Neyðarlínunnar ohf.

Fundargerðir til kynningar

13. Bæjarráð - 1186 - 2202007F
Fundargerð 1186. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 7. febrúar 2022.
Fundargerðin er í níu liðum.

14. Bæjarráð - 1187 - 2202012F
Fundargerð 1187. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 14. febrúar 2022.
Fundargerðin er í 17 liðum.

15. Fræðslunefnd - 436 - 2202006F
Fundargerð 436. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

16. Íþrótta- og tómstundanefnd - 229 - 2201024F
Fundargerð 229. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

17. Menningarmálanefnd - 162 - 2202004F
Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.

18. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 - 2201020F
Fundargerð 576. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.
Fundargerðin er í 14 liðum.

19. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 577 - 2201021F
Fundargerð 577. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.
Fundargerðin er í einum lið.

20. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117 - 2201022F
Fundargerð 117. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.
Fundargerðin er í einum lið.