466. fundur bæjarstjórnar

466. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsi þann 3. desember og hefst kl. 17:00.

Dagskrá

Almenn mál

1. Hraunskirkja í Keldudal. Yfirlýsing yfir eignarhald og lóðarmörk - 2020110054
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn staðfesti hnitsettan uppdrátt undir Hraunskirkju, Keldudal í Dýrafirði.

2. Skólagata 8-10 og A stígur 1. Breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala - 2020100092
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili sameiningu lóða og málsmeðferð skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.

4. Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Traðar, Önundarfirði - 2020100105
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Traðar í Önundarfirði.

5. Sundstræti göngustígur - Skipulag - deiliskipulag - 2019080029
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. Sundstræti göngustígur - Skipulag - aðalskipulag - 2019080029
Tillaga frá 548. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 25. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili óverulega breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Sindragata 4a, sala fasteigna - 101 - 2019030022
Tillaga frá 1132. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 30. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 22.600.000, fyrir íbúð 101 að Sindragötu 4a.

8. Sindragata 4a, sala fasteigna - 103 - 2019030022
Tillaga frá 1132. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 30. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 22.500.000, fyrir íbúð 103 að Sindragötu 4a.

Fundargerðir til kynningar

9. Bæjarráð - 1132 - 2011024F
Fundargerð 1132. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 30. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 20 liðum.

10. Fræðslunefnd - 421 - 2011016F
Fundargerð 421. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 26. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sex liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 548 - 2011011F
Fundargerð 548. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tíu liðum.