443. fundur bæjarstjórnar

443. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 16. október 2019 og hefst kl. 17:00

Dagskrá:

Almenn mál

  1. Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066
    Á 15. fundi nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 9. október, vísaði meirihluti nefndarinnar lokaskýrslu nefndarinnar til kynningar í bæjarstjórn.
  2. Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066
    Á 15. fundi nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 9. október, lagði meirihluti nefndarinnar til við bæjarstjórn að verkið yrði boðið út í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.
  3. Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs - 2019080061
    Tillaga 1078. fundar bæjarráðs frá 14. október sl., um að taka tillögu að ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til afgreiðslu. Óskað er eftir því að afgreiðslan fari fram fyrir luktum dyrum.