18 verkefni styrkt af þróunarverkefnasjóði á Flateyri

Verkefnastjórn á Flateyri hefur úthlutað styrkjum til 18 verkefna sem sótt var um í Þróunarverkefnasjóð til nýsköpunar- og þróunarverkefna á Flateyri. 

Til úthlutunar voru 20 milljónir og alls bárust 26 umsóknir. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 71 milljónir en sótt var um styrki að upphæð um rúmlega 40 milljónir. Úthlutað var styrkjum til 18 verkefna tengdum atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og samfélagsþróun.

Í fréttatilkynningu kemur fram að reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum í takt við markmið og áherslur verkefnisins. Mat verkefna tekur mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Umsóknir sem bárust í sjóðinn voru metnar af verkefnisstjórn byggðalagsins, sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfisráði Flateyrar.

Yfirlit yfir styrkhafa sem hlutu styrk úr Þróunarverkefnasjóði á Flateyri:

  • Birkir Einarsson - Ferðaþjónustuútgerð á Flateyri - gerð viðskiptaáætlunar 2021-2023 – 500.000 krónur
  • Eyvindur Ásvaldsson - Kajakferðir og veiðar Flateyri - gerð viðskiptaáætlunar 2021-2023 – 500.000 krónur
  • Félag ferðaþjóna í Önundarfirði - Viðburðarríkt sumar á Flateyri – 1.200.000 krónur
  • Gaman Gaman Félagasamtök - Gamanmyndahátíð Flateyrar 2021 – 1.500.000 krónur
  • Gunnukaffi - Betrumbætur á Gunnukaffi – 1.000.000 krónur
  • Ísak Einarsson og Margeir Haraldsson - Alþjóðlega brúðusafnið - Útlitshönnun og markaðsefni – 500.000 krónur
  • Hjálmur Fasteignir ehf. - Hjálmur - Gerð viðskipta- og fjárhagsáætlunar 2021-2023 – 500.000 krónur
  • Íþróttafélagið Grettir - Hreystibærinn Flateyri - Tækjasalur í Sundlaug Flateyrar- 1.400.000 krónur
  • Lýðskólinn á Flateyri - Lýðskólinn - skapandi miðstöð – 600.000 krónur
  • Allt kollektív - Trimblur á tromblunum I & II – 200.000 krónur
  • ÓR Lizt ehf. - Tilraunaveiðar á krabba – 500.000 krónur
  • Ráðgjöf og verkefnastjórnun (RRV ehf.) og Óttar Guðjónsson - Sjóböð í Holti - markaðsgreining og frumhönnun – 4.000.000 krónur
  • Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir - Átthagar og norðurljós – 500.000 krónur
  • Sigurður J. Hafberg - Skautasvell á Flateyri – 2.000.000 krónur
  • Skúrin samfélagsmiðstöð á Flateyri ehf. - Skúrin samfélagsmiðstöð á kortið! – 600.000 krónur
  • Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson - Snjóflóðasafnið á Flateyri - Hönnun sýningarýmis – 4.000.000 krónur
  • Viktor Gíslason og Jenný María Unnarsdóttir - Menningarmiðstöð á Vagninum – 400.000 krónur