Upplýsingamiðstöð ferðamála
Upplýsingamiðstöð ferðamála er til húsa í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Í miðstöðinni eru veittar upplýsingar um þá afþreyingu, þjónustu og aðstöðu sem er í boði fyrir ferðafólk á svæðinu. Þar eru veittar ráðleggingar um áhugaverða staði, gönguleiðir, menningarviðburði og náttúruperlur, auk upplýsinga um gistingu, veitingastaði og samgöngur.
Ekki eru seldar ferðir í upplýsingamiðstöðinni, en starfsfólk getur leiðbeint gestum um allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Forstöðumaður er Heimir G. Hansson.
Frá 1. júní-31. ágúst er opið 08:00-17:00 virka daga og 08:00-14:00 um helgar.
Frá 1.-15. september er opið 08:00-16:00 virka daga og 09:00-12:00 um helgar.
Frá 16. september-31. maí er opið 08:00-16:00 mánudaga-fimmtudaga og 08:00-12:00 á föstudögum. Lokað um helgar.
Hafa samband:
Neðstakaupstað
400 Ísafjörður
Sími: 450 8060
info@vestfirdir.is