Hæfingarstöðin Hvesta

Hvesta Hæfingarstöð er vinnustaður og dagþjónusta fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hlutverk vinnustaðarins er að bjóða notendum upp á sambærilegt vinnuumhverfi á við aðra og veita tómstundamiðaða þjónustu sem tekur mið af einstaklingsþörfum og áhuga. Einnig að auka hæfni fatlaðs fólks til starfa, efla virkni og viðhalda getu í daglegu lífi með markvissri þjálfun. Starfsemin mótast af þörfum notenda hverju sinni,  hvort heldur sem er, að undirbúa fólk fyrir ýmis viðfangsefni jafnt innan eigin heimilis sem utan þess eða sem starfs- og félagsleg þjálfun til að takast á við starf á almennum vinnumarkaði eða með tengingu við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði. 

Forstöðumaður Hvestu er Ingibjörg S. Guðmundsdóttir.


Hafa samband:

Aðalstræti 18
400 Ísafirði
Sími: 450-8230
hvesta@isafjordur.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?