Byggðasafnið

Opið:

15. maí-31. ágúst:
Alla daga kl. 10:00-17:00

1.-15. september:
Alla daga kl. 11:00-15:00

16. september-14. maí:
Opið eftir samkomulagi

Auk fastra opnunartíma er alltaf hægt að hafa samband við safnverði í síma eða á póstfanginu byggdasafn@isafjordur.is

Skoða vef stofnunar Sjá staðsetningu á korti

Í þeim hluta Ísafjarðar sem kallaður er Neðstikaupstaður stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Húsaþyrpingin samanstendur af Faktorshúsi, Krambúð, Turnhúsi og Tjöruhúsi. Faktorshús og Krambúð eru nú íbúðahús og í Turnhúsi er sjóminjasafn. Í Tjöruhúsi getur Byggðasafn Vestfjarða boðið uppá aðstöðu til funda- og veisluhalda allan ársins hring.

Safnsvæðið í Neðstakaupstað er afar líflegur útiverustaður á sumrin og nýtur vinsælda meðal fjölskyldufólks. Þar er fjara og bátar, saltfiskur breiddur á reiti. Svæðið er einnig mjög vinsælt til allskyns samkomuhalds.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?