Velferðarnefnd

440. fundur 04. júlí 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Kaup á mat og tengdri þjónustu - Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - 2019070001

Lagður fram samningur milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um kaup á mat og tengdri þjónustu.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Lögð fram gjaldskrá fyrir velferðarsvið fyrir árið 2019.
Velferðarnefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki gjaldskrána.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1062. fundi sínum 20. maí sl. og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1062. fundi sínum 20. maí sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1063. fundi sínum 27. maí sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?