Velferðarnefnd

437. fundur 21. mars 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Bragi Rúnar Axelsson mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1051. fundi sínum 25. febrúar og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1051. fundi sínum 25. febrúar og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar - 2019010071

Lagt fram bréf frá Dís Sigurgeirsdóttur skrifstofustjóra hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar dags. 15. janúar 2019. Í bréfinu er óskað eftir samstarfi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Einstaklngar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið aðgang að Gistiskýlinu og Konukoti á meðan húsrúm leyfir. Samkvæmt gjaldskrá kostar nóttin kr. 17.500,- fyrir gistingu í skýlunum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur. Einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ hafa nýtt sér skýlin.

Jafnframt lögð fram drög að samningi um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
Velferðarnefnd leggur áherslu á að komi til þess að einstaklingur með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti sér skýlin, verði velferðarsviði gert viðvart svo fljótt sem kostur er. Velferðarnefnd mun eftir sem áður vinna út frá þeirri grundvallar forsendu að einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti þá þjónustu sem býðst í heimabyggð.

Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki hann.

5.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Lagður fram tölvupóstur Arnfríðar Aðalsteinsdóttur dags. 19. mars 2019 þar sem beðið er um afhendingu á jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ ásamt framkvæmdaáætlun. Áætlununum skal skilað fyrir 12. apríl n.k.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum velferðarsviðs að endurskoða jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar ásamt framkvæmdaáætlun. Bragi Rúnar Axelsson verður fulltrúi velferðarnefndar í þeirri vinnu. Velferðarnefnd fer þess á leit við Jafnréttisstofu að veittur verði frestur á skilum áætlana.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?