Velferðarnefnd

434. fundur 20. desember 2018 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Sólveig Guðnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Engin trúnaðarmál.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140. mál. Umsagnarfrestur er til 18. desember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1041. fundi sínum 3. desember sl. og vísaði því til umsagnar á velferðarsviði.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 7. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1042. fundi sínum 10. desember og vísaði því til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar vonast til að frumvarpið nái fram að ganga.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál. Umsagnarfrestur er til 6. desember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1039. fundi sínum 19. nóvember sl. og vísaði til velferðarnefndar og öldungaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Mín líðan - 2018120066

Lagður fram tölvupóstur dags. 31. október s.l. frá Tönju Dögg sálfræðingi hjá Minni líðan ehf. þar sem kynnt er fjargeðheilbrigðisþjónusta sem hefur starfsleyfi frá embætti landlæknis.
Velferðarnefnd telur jákvætt að boðið sé upp á fjargeðheilbrigðisþjónustu á vegum embættis landlæknis.

6.Drekinn innra með þér - 2018120067

Lagður fram tölvupóstur dags 27. nóvember s.l. frá Félagi heyrnarlausra þar sem kynnt er barnabókin „Drekinn innra með þér“ sem hefur verið túlkuð yfir á íslenskt táknmál. Bókin kennir börnum að skilja betur tilfinningar og hefur höfundur bókarinnar, Laila Margrét Arnórsdóttir, gefið Félagi heyrnarlausra verkið til þýðingar yfir á íslenskt táknmál svo heyrnarlaus börn fái notið efnisins til jafns við önnur börn. Verkið verður sett upp í rafbók, táknmálstúlkuð á íslenskt táknmál og gefin öllum heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum á Íslandi. Félag heyrnarlausra leitar til Ísafjarðarbæjar eftir þátttöku við að kosta útgáfu rafbókarinnar.
Velferðarnefnd telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

7.Nýjar ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk - 2018120068

Lögð fram frétt/tilkynning af heimasíðu Embættis landlæknis með nýjum ráðleggingum um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk frá 10. desember s.l. Í tilkynningu er greint frá áhrifum næringar á heilsu og líðan fólks.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?