Velferðarnefnd

431. fundur 11. september 2018 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur og Sædísar Maríu Jónatansdóttur um þjónustuhóp aldraðra. Minnisblaðið greinir frá breytingum á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 þar sem þjónustuhópur aldraðra er lagður niður og öldungaráð tekur við lögbundnum skyldum hans. Þjónustuhópur aldraðra hefur jafnframt annast forgangsröðun á biðlista eftir þjónustuíbúðum í eigu Ísafjarðarbæjar. Lagt er til að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi fyrir velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lögð fram til kynningar samþykkt um öldungaráð í Ísafjarðarbæ.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki þjónustuhóps að úthluta leiguíbúðum á Hlíf og Tjörn á grundvelli fyrirliggjandi reglna.
Velferðarnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að erindisbréf velferðarnefndar verði samþykkt með áorðnum breytingum. Að lokum bendir nefndin á að gera þurfi breytingar á bæjarmálasamþykkt og skipan í öldungaráð á grundvelli nýrra laga.

3.Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003

Lögð fram fundargerð stjórnar BsVest frá 19. fundi.
Lagt fram til kynningar.

4.Landsfundur jafnréttismála 2018 - ungt fólk og jafnréttismál. - 2018090032

Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Ólöfu Guðmundsdóttur dags. 8. júní s.l. þar sem boðað er til landsfundar jafnréttismála sem ber yfirskriftina „Ungt fólk og jafnréttismál“. Landsfundurinn er að þessu sinni í Mosfellsbæ 20. og 21. september n.k.
Fulltrúi frá velferðarnefnd mun sækja fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?