Velferðarnefnd

430. fundur 03. júlí 2018 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Aron Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Auður Ólafsdóttir boðaði forföll og Aron Guðmundsson mætti í hennar stað. Þórir Guðmundsson boðaði forföll og Gunnhildur Björk Elíasdóttir mætti í hans stað. Bragi Rúnar Axelsson mætti ekki og enginn í hans stað.
Hjördís Þráinsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir mættu til fundarins undir þessum lið.

1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Hjördís Þráinsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir fóru yfir fundarsköp og hlutverk nefndarmanna og starfsmanna velferðarnefndar.

Jafnframt lagt fram efindisbréf félagsmálanefndar á síðasta kjötímabili og drög að erindisbréfi fyrir nýkjörna fulltrúa velferðarnefndar 2018-2022.
Umræður um störf og erindisbréf velferðarnefndar. Velferðarnefnd felur starfsfólki velferðarnefndar að gera breytingar á erindisbréfinu með tilliti til breytinga á lögum og umræðna á fundinum.
Hjördís og Þórdís fóru af fundi.

Gestir

  • Hjördís Þráinsdóttir - mæting: 16:20
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir - mæting: 16:20
Tinna Hrun Hlynsdóttir Hafberg vék af fundi undir afgreiðslu tveggja síðustu málanna.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fimm trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

3.Sálfræðiþjónusta. - 2018060085

Lagður fram tölvupóstur frá Baldri Hannessyni sálfræðingi dags. 8. júní s.l. þar sem hann kynnir opnun á sálfræðistofu sem er staðsett í Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Velferðarnefnd fagnar aukinni sálfræðiþjónustu í Ísafjarðarbæ og vonast eftir góðri samvinnu í framtíðinni.

4.Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk. - 2018060086

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Þórarinsdóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 29. júní 2018 þar sem sagt er frá undirbúningi námskeiða fyrir kjörna fulltrúa í félags- og velferðarnefndum og starfsfólk félagsþjónustu að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Áætlað er að námskeiðin hefjist í ágúst/september n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?