Velferðarnefnd

429. fundur 05. júní 2018 kl. 16:00 - 17:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Sjö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018 - 2018050046

Lögð fram skýrsla um lýðheilsu ungs fólks í Ísafjarðarbæ, með niðurstöðum rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018. Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kom á fundinn og kynnti niðurstöður skýrslunnar.
Velferðarnefnd þakkar Margréti fyrir kynninguna og reiknar með að í framhaldinu vinni Vá Vest hópurinn með niðurstöðurnar. Velferðarnefnd lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum skýrslunnar er varða fátækt barna.

3.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018 - 2018040077

Lagður fram ársreikningur og ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 4. maí sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1018. fundi sínum 28. maí sl. og vísaði því til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?