Velferðarnefnd

426. fundur 13. mars 2018 kl. 16:00 - 17:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Gunnhildur B. Elíasdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingins, dagsettur 26. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. Umsagnarfrestur er til 16. mars nk.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1008. fundi sínum 5. mars sl., og vísaði til nefndarinnar.
Velferðarnefnd fagnar framlagðri tillögu til þingsályktunar, svo fremi áhrifanna af því gæti hjá öllum sýslumannsembættum á landinu.

3.Umsókn um styrk til gerðar fræðsluefnis um geðheilbrigðismál barna og unglinga - 2018020069

Lagður fram tölvupóstur Sólveigar Hlínar Kristjánsdóttur, dagsettur 19. febrúar sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær styrki gerð fræðsluefnis um geðheilbrigðismál barna og unglinga.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1007. fundi sínum 26. febrúar sl., og vísaði því til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd fagnar gerð fræðsluefnis um geðheilbrigðismál barna og unglinga en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

4.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015

Lagt fram á ný bréf dags. 15.10.2017 frá Stígamótum en bréfið var áður lagt fram í félagsmálanefnd þann 14. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna reksturs Stígamóta á árinu 2018. Einnig lagt fram bréf dags. 13. febrúar 2018 frá Karen Eiríksdóttur. Í bréfi sínu gerir Karen grein fyrir þjónustu Stígamóta á Ísafirði á árinu 2017.
Velferðarnefnd þakkar Stígamótum fyrir framlagðar upplýsingar um þjónustu samtakanna í Ísafjarðarbæ. Nefndin samþykkir að styrkja samtökin um kr. 449.500,- á árinu 2018.

6.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BsVest frá fundum 62-64.
Margrét Geirsdóttir sagði frá stöðu í málaflokki fatlaðra hjá sveitarfélaginu og umræður um framlagðar fundargerðir.
Margrét Geirsdóttir fór af fundinum.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. Umsagnarfrestur er til 3. apríl nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1009. fundi sínum 12. mars sl. og vísaði til velferðarnefndar til umsagnar.
Umræður um framlagt frumvarp. Starfsmönnum velferðarsviðs og Hildi Elísabetu Pétursdóttur nefndarmanni er falið að koma athugasemdum nefndarmanna vegna frumvarpsins til nefndarsviðs Alþingis.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?