Velferðarnefnd

425. fundur 20. febrúar 2018 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Uppsögn samstarfssamnings um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri - 2017090089

Lagt fram sameiginlegt bréf formanna Rauðakrossdeildar Önundarfjarðar, Íbúasamtaka Önundarfjarðar og Minjasjóðs Önundarfjarðar, dagsett 2. febrúar sl., varðandi málefni Félags- og menningarmiðstöðvarinnar að Hafnarstræti 11 á Flateyri. Bréfið varðar fjárhagsmál miðstöðvarinnar og athugasemda við fundarboðun, auk athugasemda við bréf sem Félag eldri borgara í Önundarfirði sendi Ísafjarðarbæ þar sem sagt var einhliða upp samstarfssamningi sem fimm aðilar eiga hlut að.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði því til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar þakkar erindið og vonar að sátt megi skapast um félagsstarf á Flateyri.

Á grundvelli þess að Félag eldri borgara í Önundarfirði (FEÖ) er einn skráður eigandi neðri hæðar húsnæðisins að Hafnarstræti 11, á Flateyri, getur Ísafjarðarbær ekki gengið gegn ákvörðun þess.

Á þeim forsendum að sveitarfélagið þarf að tryggja eldri borgurum viðeigandi þjónustu í sveitarfélaginu var gerður leigusamningur við FEÖ um afnot af húsnæðinu.

Í bréfi FEÖ kom jafnframt fram að einlægur vilji er til þess af hálfu félagsins að gera samning við hverja þá einstaklinga, félagasamtök, opinbera aðila og aðra sem vilja veita þjónustu í húsinu eða nýta til félagsstarfs.

3.Félagsþjónusta sveitarfélaga, skýrsla 2017. - 2018020071

Lögð fram skýrsla sveitarfélagsins um félagsþjónustu fyrir árið 2017, sem skilað er til Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1004. fundi sínum 5. febrúar sl. og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að unnið sé að þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta og vonar að tillagan fái brautargengi.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar er ekki hlynnt tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Hins vegar telur velferðarnefnd mjög brýnt að taka til endurskoðunar VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, þ.e. kaflann um fjárhagsaðstoð. Nefndin vill þá sérstaklega benda á að endurskoða þurfi 19. gr. laganna.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?