Velferðarnefnd

422. fundur 28. nóvember 2017 kl. 16:00 - 17:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Sturla Páll Sturluson varamaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Hildur Elísabet Pétursdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Sturla Páll Sturluson.

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir fjárhagsáætlun deilda og eininga fjölskyldusviðs ásamt gjaldskrá fyrir árið 2018.
Fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir félagsmálanefnd kynnt í félagsmálanefnd, ásamt greinargerð Margrétar Geirsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera breytingar á fjárhagsáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

2.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061

Kynnt drög að endurskoðuðum reglum Ísafjarðarbæjar um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Félagsmálanefnd tekur vel í breytingar á reglum um afslátt af fasteignagjöldum en óskar eftir útreikningum á fjárhagslegum áhrifum reglubreytinganna. Málið verður lagt fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar.

3.Reglur Ísafjarðarbæjar um félagslega liðveislu 2018 - 2017110067

Kynnt drög að endurskoðuðum reglum um félagslega liðveislu.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar og óskað eftir að forstöðumaður félagslegrar liðveislu taki þátt í umræðunni.

4.Reglur Ísafjarðarbæjar um ferliþjónustu 2018 - 2017110068

Kynnt drög að endurskoðuðum reglum um ferliþjónustu.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar og óskað eftir að forstöðumaður ferliþjónustu taki þátt í umræðunni.
Formaður óskaði eftir því að mál nr. 2017110070 yrði bætt við dagskrá fundarins. Fundarmenn samþykktu það.

5.Nafnbreyting - 2017110070

Lögð fram greinargerð Margrétar Geirsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem lagt er til að nafni fjölskyldusviðs verði breytt í velferðarsvið.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að nafni fjölskyldusviðs verði breytt í velferðarsvið á grundvelli greinargerðarinnar. Jafnframt leggur nefndin til að nafni hennar verði breytt úr félagsmálanefnd í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?