Velferðarnefnd

421. fundur 14. nóvember 2017 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Fjölsmiðjan - launamál - 2017090041

Lögð fram drög að þjónustusamningi Ísafjarðarbæjar við Vesturafl um Fjölsmiðju Vesturafls. Fjölsmiðjan starfrækir verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem hætt hefur námi og/eða hefur ekki náð fótfestu á vinnumarkaði. Samningurinn, sem er til þriggja ára, tekur gildi þann 1. janúar n.k. og varðar m.a. greiðslur frá Ísafjarðarbæ vegna þjónustu og þjálfunar. Gert er ráð fyrir þeim kostnaði sem af samningnum hlýst í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.
Félagsmálanefnd felur starfsmanni að gera breytingar á drögum um þjónustusamning í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að samningurinn verði samþykktur.

3.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dagsett 15. október sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 993. fundi sínum, 31. október sl., og vísaði því til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir upplýsingum um þjónustu Stígamóta við íbúa Ísafjarðarbæjar á árinu 2017 og kostnað vegna starfsins. Þá óskar félagsmálanefnd eftir upplýsingum um fyrirhugaða þjónustu Stígamóta í Ísafjarðarbæ og við íbúa sveitarfélagsins á árinu 2018 og áætlaðan kostnað vegna hennar. Afgreiðslu á erindi Stígamóta er frestað þar til umbeðnar upplýsingar hafa borist.

4.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Þórlaugar R. Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett í október 2017, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000,- til reksturs kvennaathvarfs á árinu 2018.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 993. fundi sínum, 31. október sl., og vísaði því til afgreiðslu félagsmálanefndar.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir upplýsingum um þjónustu Kvennaathvarfsins við íbúa Ísafjarðarbæjar á árinu 2017 og kostnað vegna starfsins. Afgreiðslu á erindi Kvennaathvarfsins er frestað þar til umbeðnar upplýsingar hafa borist.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?