Velferðarnefnd

418. fundur 20. júní 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Sturla Páll Sturluson varamaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Hildur E. Pétursdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Sturla Páll Sturluson.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd.
Umræður um trúnaðarmál.

2.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017

Bæjarstjórn tók eftirfarandi tillögu 6. fundar öldungaráðs fyrir á 398. fundi sínum, 4. maí sl., og vísaði til félagsmálanefndar.

Í ljósi fundar sem fulltrúar frá öldungaráði áttu með fulltrúum frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða leggur öldungaráð til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framlagi vegna fræðslumála við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Félagsmálanefnd tekur undir sjónarmið öldungaráðs og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Nefndin felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna að frekari framgangi málsins með öldungaráði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

3.Námskeið fyrir eldri borgara. - 2017060043

Lagt fram erindi frá forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Elfu S. Hermannsdóttur, dags. 23. maí 2017 þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að því að niðurgreiða kennslu á námskeiðum fyrir fólk sem hætt er þátttöku á vinnumarkaði.
Félagsmálanefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna að frekari framgangi málsins með öldungaráði og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

4.Ársskýrsla og ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2016. - 2017060044

Lögð fram ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, ásamt ársreikningi fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

5.Framtíðarþing um farsæla öldrun 2016. - 2016100066

Lagt fram minnisblað Sædísar Maríu Jónatansdóttur er varðar framtíðarþing um farsæla öldrun. Öldrunarráð Íslands hefur staðið fyrir málþingum þar sem umfjöllunarefnið er farsæl öldrun, í samstarfi við Landssamband eldri borgara, Velferðarráðuneytið, sveitarfélög og félög eldri borgara. Öldrunarráð Íslands hyggst halda slíkt þing á Vestfjörðum þann 13. september n.k. og óskar eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd fagnar samstarfi um málþing um farsæla öldrun. Nefndin leggur til að nágrannasveitarfélögunum Bolunarvík og Súðavík verði boðið að taka þátt í þinginu.

6.Hafnarstræti 11, Flateyri - húsaleigusamningur 2017 - 2017060035

Kynntur húsaleigusamningur á milli Félags eldri borgara í Önundarfirði og Ísafjarðarbæjar vegna leigu á neðri hæð í Hafnarstræti 11 á Flateyri en þar er starfrækt félagsstarf fyrir eldri borgara. Jafnframt kynntur samstarfssamningur um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri. Samningurinn er frá árinu 2008.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samstarfssamningur um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri verði tekinn til endurskoðunar. Endurskoðun skuli lokið fyrir lok nóvember 2017 með vísan til 4. gr. samningsins.

7.Samráðsfundur á Vestfjörðum um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess - 2017050037

Lagður fram tölvupóstur Lovísu Lilliendahl, f.h. velferðarráðuneytis, dagsettur 12. maí sl., þar sem boðað er til samráðsfundar á Vestfjörðum um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði 1. júní nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 974. fundi sínum 15. maí sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003

Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðsfólks, frá 9. fundi.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri, kynnti efni fundargerðarinnar og umræður um hana.

9.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá fundum 59, 60 og 61.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 973. fundi sínum 5. maí sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 974. fundi sínum 15. maí sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 973. fundi sínum 5. maí sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 973. fundi sínum 5. maí sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 973. fundi sínum 5. maí sl., og vísaði til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?