Velferðarnefnd

369. fundur 12. júní 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Drög að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ lögð fram eftir að hafa verið til umsagnar hjá nefndum og ráðum bæjarins.

Teknar fyrir athugasemdir sem bárust og starfsmönnum falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Lokadrög verði send nefndarmönnum.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053

Lögð fram fundargerð 70. fundar þjónustuhóps aldraðra ásamt greinargerð um dagdeildir í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lögð fram fundargerð 17. fundar verkefnahóps BsVest.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir 17.-19. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

Næsti fundur félagsmálanefndar verður annan þriðjudag í september að öllu óbreyttu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?