Velferðarnefnd

368. fundur 08. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði.
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram til umfjöllunar í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Þjónustuíbúðir á Tjörn. - 2012010026

Lagt fram minnisblað varðandi öryggisvakt í þjónustuíbúðunum að Tjörn á Þingeyri. Fastur kostnaður vegna öryggisvaktarinnar er kr. 730.000,- en að auki gæti bæst við kostnaður vegna útkalla.

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga um aukafjárveitingu vegna Tjarnar að upphæð kr. 730.000,- hið minnsta, þar sem ekki var gert ráð fyrir sumarlokun hjúkrunarheimilisins á Tjörn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

3.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð 16. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2011. - 2012040034

Lögð fram samantekt úr skýrslum um félagsþjónustu frá árunum 2008 til 2011.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Frestað til næsta fundar félagsmálanefndar.
Önnur mál.
a) Ársskýrsla og ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða, sem hægt er að skoða á vef starfsendurhæfingarinnar, sev.is. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?