Velferðarnefnd

367. fundur 17. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 367. Fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lögð fram drög að jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar ásamt drögum að framkvæmdaáætlun fyrir stefnuna á árunum 2012-2014.

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að tryggja að allar nefndir fái drögin til umsagnar svo fljótt sem auðið er og að umsögnum hafi verið skilað í síðasta lagi þann 25. maí n.k.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Leyfi til daggæslu í heimahúsi - 2012040011

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 29. mars 2012 þar sem Jóna Dagbjört Guðmundsdóttir, Seljalandsvegi 30, óskar eftir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi. Fyrir liggja samþykkt vottorð.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu.  Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.

 

Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.

4.Þjónustuíbúðir á Tjörn. - 2012010026

Rætt um sumarlokanir Heilbrigðisstofunar Vestfjarða á hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri sumarið 2012. Lokunin mun vara í þrjá mánuði. Sædís María Jónatansdóttir kynnti nefndinni möguleika á þjónustu Ísafjarðarbæjar við íbúa í þjónustuíbúðum sveitarfélagsins að Tjörn á Þingeyri.

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu og leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar. Félagsmálanefnd vill vekja athygli á að í fjárhagsáætlun var ekki gert ráð fyrir sumarlokun á Tjörn sumarið 2012 og þeim kostnaði sem af henni hlýst.

5.Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2012 - 2012010081

Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 12. apríl 2012 um úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2012. Ísafjarðarbær hlaut styrk að fjárhæð kr. 100.000,- til að bæta vinnuaðstöðu í mötuneytinu á Hlíf.

Félagsmálanefnd þakkar styrkinn.

6.Sumarþjónusta við fötluð börn sumarið 2012. - 2012040033

Rætt um sumarþjónustu við fötluð börn sumarið 2012. Í ljósi meiri þarfar fyrir sumarþjónustu en gert var ráð fyrir í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2012 er óskað eftir auknu fjármagni til félagslegrar liðveislu, liðar 02-520.

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga um aukið fjármagn sem nemur kr. 1.185.803,- vegna sumarþjónustu við fötluð börn sumarið 2012.

7.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð 15. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Umræður um fundargerðina.

8.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2011. - 2012040034

Lögð fram skýrsla um félagsþjónustu í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2011

Starfsfólki fjölskyldusviðs er falið að bera saman skýrslur síðustu þriggja ára og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

Önnur mál:
A) 2010-09-0013. Gunnar Þórðarson lagði fram fyrirspurn um kostnað sem féll á Ísafjarðarbæ vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra á árinu 2011. Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir kostnaðinum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?