Velferðarnefnd

407. fundur 15. mars 2016 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Björk Jóhannsdóttir varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Gunnhildur Björk Elíasdóttir boðaði forföll en í hennar stað mætti Magnús Þór Bjarnason. Helga Björk Jóhannsdóttir varaformaður stýrði fundinum. Sólveig Guðnadóttir boðaði forföll en í hennar stað mætti Kristjana Sigurðardóttir.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram til afgreiðslu.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Rekstur kvennaathvarfs 2016 - styrkbeiðni - 2015120011

Lagt fram bréf frá Margréti Marteinsdóttur rekstrarstýru Samtaka um kvennaathvarf, þar sem Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 350.000,- fyrir árið 2016. Jafnframt lögð fram fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2016.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita samtökunum styrk að fjárhæð kr. 50.000,-.

3.Húsaleigubætur 2015 - 2014090006

Lögð fram erindi frá Elínu Pálsdóttur og Elínu Gunnarsdóttur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skili inn yfirliti yfir greiðslur almennra og sérstakra húsaleigubóta vegna fjárhagsársins 2015. Jafnframt lögð fram yfirlit yfir greiðslur almennra og sérstakra húsaleigubóta á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins 2016 - 2016020087

Lagt fram erindi frá Sigurbjörgu Hannesdóttur formanni Öldrunarfræðafélags Íslands þar sem tilkynnt er um aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 17. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er málþing um jafnrétti í sveitarfélögum sem haldið verður 31. mars og 1. apríl nk.
Félagsmálanefnd samþykkir að Margrét Geirsdóttir sæki málþingið fyrir hönd félagsmálanefndar.

6.Aðgengismál fatlaðra, styrkumsókn - 2015080052

Lögð fram greinargerð frá Verkís um úttekt á aðgengi að stofnunum í eigu Ísafjarðarbæjar í þéttbýliskjörnum í Ísafjarðarbæ. Greinargerðin sýnir jafnframt tillögur að úrbótum þar sem þörf er á. Aðstæður og aðgengi að grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkjum var skoðað á hverjum stað.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að koma með tillögur að forgangsröðun að bættu aðgengi fyrir fatlaða í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?