Velferðarnefnd

397. fundur 07. maí 2015 kl. 12:00 - 13:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
 • Aron Guðmundsson aðalmaður
 • Steinþór Bragason aðalmaður
 • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
 • Magnús Þór Bjarnason varamaður
 • Sólveig Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
 • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
 • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
 • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 397. fundur félagsmálanefndar
Dagskrá

1.Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006

Björg Sveinbjörnsdóttir fulltrúi frá Sólstöfum Vestfjarða mætti til fundar við félagsmálanefnd til að ræða efni bréfs sem lagt var fram á fundi félagsmálanefndar þann 14. apríl s.l.
Umræður um framlagt erindi Sólstafa Vestfjarða um samstarf milli Ísafjarðarbæjar og Sólstafa. Félagsmálanefnd þakkar Björgu fyrir komuna á fundinn og óskar eftir frekari upplýsingum um ýmsa þætti umsóknarinnar.
Björg Sveinbjörnsdóttir fór af fundi kl. 12:35 við lok umræðu þessa liðar. Anna Valgerður Einarsdóttir fór af fundi.

Gestir

 • Björg Sveinbjörnsdóttir - mæting: 12:00

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
Þóra Marý Arnórsdóttir fór af fundi.

3.Reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. - 2015050009

Rætt um reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ.
Umræður um reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd stefnir að sér fundi í maí til að endurskoða m.a. reglur um félagslega heimaþjónustu.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dags 29. apríl s.l. þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál.
Frumvarpið er lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, frá fundum 43 og 44.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

6.Námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. - 2015050008

Lagður fram tölvupóstur frá Arnfríði Aðalsteinsdóttur dags. 29. apríl s.l. þar sem kynnt er námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi, á vegum Jafnréttisstofu í samstarfi við samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis. Jafnréttisstofa hyggst halda námskeiðið á Ísafirði um miðjan maí en það er ætlað starfsfólki félagsþjónustu, heilsugæslu, lögreglu og barnaverndar. Einnig er framkvæmdastjórum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki og öðrum sem málið varðar velkomið að sitja námskeiðið.
Félagsmálanefnd fagnar tilboði Jafnréttisstofu og felur starfsmanni að vera í samvinnu við Jafnréttisstofu um tímasetningu fyrir námskeiðið.

Fundi slitið - kl. 13:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?