Velferðarnefnd

396. fundur 14. apríl 2015 kl. 12:30 - 14:40 á skrifstofu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Guðný Harpa Henrysdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 396. fundur félagsmálanefndar
Dagskrá
Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
Anna Valgerður Einarsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir kom til fundar þegar síðasta trúnaðarmálið var til umræðu.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006

Lagt er fram bréf Báru Jóhannesdóttur Guðrúnardóttur, verkefnastjóra hjá Sólstöfum Vestfjarða, dags. 8. apríl sl. þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd óskar eftir því að fulltrúar Sólstafa Vestfjarða mæti á næsta fund félagsmálanefndar til þess að ræða efni bréfsins.
Anna Valgerður Einarsdóttir fór af fundi.

3.Niðurstöður 2015 - 2015040016

Lagðar fram niðurstöður Rannsóknar og greiningar, annars vegar á högum og líðan ungs fólks í 5.-7. bekk og hins vegar vímuefnakönnun meðal nemenda í 8.-10. bekk.
Niðurstöðurnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar BsVest. - 2015030003

Lögð fram fundargerð stjórnar BsVest frá 24. mars 2015.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir verkefnahóps BsVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir frá 45. og 46. fundi verkefnahóps BsVest.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

6.Fjölskyldumiðstöð á Ísafirði - 2015040022

Lagt fram bréf frá Guðlaugu M. Júlíusdóttur þar sem kynnt er ný miðstöð, Fjölskyldumiðstöðin á Ísafirði, fyrir fjölskyldur sem eiga við sálfélagslega erfiðleika að stríða.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?