Velferðarnefnd

362. fundur 08. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 362. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmálið rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072

Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ, en við samþykkt reglnanna í janúar s.l. var ákveðið að endurskoða nýju reglurnar að sex mánuðum liðnum.

Félagsmálanefnd gerir ákveðnar athugasemdir við framkomnar tillögur á reglum um sérstakar húsaleigubætur og felur starfsmönnum að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir þjónustueiningar í fötlunarþjónustu ásamt drögum að gjaldskrám.

Rætt um drög að gjaldskrám á fjölskyldusviði. Starfsmanni falið að gera tillögur að gjaldskrárbreytingum í samræmi við umræður á fundinum sem verði lagðar fram í bæjarstjórn. Jafnframt rætt um fjárhagsáætlanir í þjónustueiningum í fötlunarþjónustu.

4.Ársskýrsla 2010 og styrkbeiðni - Samtök um kvennaathvarf - 2011050042

Lagt fram áframsent erindi úr bæjarráði frá Samtökum um kvennaathvarf dagsett í október 2011, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2012, að upphæð kr. 300.000.-.

Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um erindið.

Í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samþykkir félagsmálanefnd að veita rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 30.000,- .

5.Ársskýrsla ÖBÍ 2010-2011 - 2011110015

Lögð fram ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2010-2011.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lögð fram fundargerð 11. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

Lögð fram til kynningar og umræður um fundargerðina. Forstöðumanni fjölskyldusviðs er falið að senda fyrirspurn til BsVest, þar sem misræmis gætir í bókunum stjórnar BsVest annars vegar og verkefnahóps BsVest hins vegar, um gildistöku nýrra reglna um skammtímavistun.

Önnur mál.
A) Staða verkefnastjóra BsVest. 2009-10-0001.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar vekur athygli á að þegar verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða var ráðinn til starfa í febrúar 2011, þá var það til átta mánaða í 80% starfshlutfalli, með endurskoðunarákvæði á haustdögum 2011. Þar sem sá tím

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?