Velferðarnefnd

361. fundur 26. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 361. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. - 2011090091

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir Hlíf.

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir Hlíf og starfsmanni falið að gera breytingar í samræmi við umræður og tillögur á fundinum.

3.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072

Lögð fram áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2012.

Rætt um áætlunina og óskar félagsmálanefnd eftir frekari upplýsingum um greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

4.Rekstur Verslunar íbúa Hlífar. - 2011090089

Lagðar fram niðurstöðutölur úr rekstri fyrir janúar til apríl 2011.

Umræður um rekstur verslunarinnar.

5.Leyfi til daggæslu í heimahúsi - 2011020034

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur daggæslufulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 4. okt. s.l. þar sem Auður Helgadóttir dagforeldri sækir um undanþágu frá dagvistunarreglum um fjölda barna.

Félagsmálanefnd samþykkir á grundvelli greinargerðar Sigurlínu að dagforeldrið taki fimmta barnið í vistun.

6.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lögð fram fundargerð 10. fundar verkefnahóps Byggðarsamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð 7. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?