Velferðarnefnd

496. fundur 16. desember 2025 kl. 14:00 á skrifstofu velferðarsviðs í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir varamaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
  • Hlynur Reynisson aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir ráðgjafi
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Formaður velferðarnefndar leggur fram tillögu um að taka mál nr. 2025120113 Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna. Verður málið 1. liður dagskráar. Samþykkt af öllum nefndarmönnum.

1.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna á Vestfjörðum - 2025120113

Mál tekið inn með afbrigðum. Halla Signý Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, mætt til fundar til þess að kynna drög að samræmdri móttöku og inngildingu íbúa af erlendum uppruna hjá sveitarfélögunum á Vestfjörðum. Bæjarstjóri, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, óskaði eftir umsögn velferðarnefndar um drögin.
Velferðarnefnd þakkar Höllu Signýju fyrir góða kynningu og umræður.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju sinni með stefnuna sem felur í sér aukið samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum á nýjum vettvangi. Nefndin leggur áherslu á að betur verði reifuð sjálfsábyrgð hvers einstaklings á lífi sínu, að áætlaður stuðningur og inngilding sé valdeflandi og að Vinnumálastofnun sé lykilaðili í málaflokknum. Jafnframt óskar nefndin eftir að móttökuáætlunin verði kostnaðarmetin af höfundi hennar þar sem ýmis ákvæði í aðgerðaáætlun munu óhjákvæmilega leiða til kostnaðar fyrir aðildarsveitarfélögin. Þá er nauðsynlegt að skoða með hvaða hætti sveitarfélögin styðji við framhald vinnunnar þegar ráðningartímabili verkefnastjóra lýkur, í maí 2026, og hvaða kostnaður felist í því.
Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi klukkan 14:40

Gestir

  • Halla Signý Kristjánsdóttir - mæting: 14:00
Formaður velferðarnefndar leggur fram tillögu um að taka mál nr. 2025110054 Móttaka flóttamanna 2025- samningur um samræmda móttöku. Verður málið 2. liður dagsskráar. Samþykkt af öllum nefndarmönnum.

2.Móttaka flóttamanna 2025 - samningur um samræmda móttöku - 2025110054

Mál tekið inn með afbrigðum. Lagt fram til kynningar drög að III. viðauka þjónustusamnings milli félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að viðaukinn verði samþykktur. Jafnframt vill velferðarnefnd kanna hvort möguleiki sé á að fækka samþykkt um fjölda flóttamanna úr 40 í 30 manns í grunnsamningi. Tillagan er komin fram vegna þrenginga á húsnæðismarkaði og færri atvinnutækifæra.

3.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036

Kynning á niðurstöðum hópavinnu
Velferðarnefnd ákvað á vinnufundi sínum að funda með fulltrúm nemenda í Menntaskólanum á Ísafirði og nemendum grunnskóla Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?