Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lögð fram gjaldskrá fyrir velferðarsvið árið 2026. Málinu var frestað á 493. fundi velferðarnefndar vegna breytinga á framsetningu og tenginga við reglur.
Velferðarnefnd samþykkir gjaldskrá Velferðarsviðs fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja gjaldskránna.
2.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja. - 2025090183
Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Málinu var frestað á 493. fundi velferðarnefndar vegna breytinga á reglunum og tengingar þeirra við gjaldskrá velferðarsviðs.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja.
3.Sérstakur húsnæðisstuðningur - yfirfara tekjuviðmið fyrir árið 2026. - 2025080091
Lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning. Málinu var frestað á 493. fundi velferðarnefndar vegna breytinga á reglunum og tengingar þeirra við gjaldskrá velferðarsviðs.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?