Velferðarnefnd

391. fundur 30. september 2014 kl. 12:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 391. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Guðný Harpa Henrýsdóttir boðaði forföll og enginn var boðaður í hennar stað, út af stuttum fyrirvara.
Harpa Lind Kristjánsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

1.Vinnuver - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

Harpa Lind Kristjánsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða og Harpa Guðmundsdóttir frá Vesturafli mættu til fundar við félagsmálanefnd og kynntu Vinnuver. Hugmyndin er að Vinnuver verði sameiginleg vinnustofa fyrir einstaklinga sem nýta sér starfsendurhæfinguna og Vesturafl. Jafnframt gætu Vinnumálastofnun og fleiri aðilar nýtt sér Vinnuver.
Óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu með þátttöku í stöðugildi starfsmanns í Vinnuveri. Félagsmálanefnd þakkar fyrir kynninguna og tekur jákvætt í aðild að Vinnuveri en óskar eftir erindi með nánari skýringum.
Gísli Halldór Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Sex trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Starfsmaður fjölskyldusviðs kynnti stöðu jafnlaunakönnunar.
Félagsmálanefnd ætlar að fá Höllu Hafbergsdóttur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri til að kynna jafnlaunakönnun Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 16. október n.k. Opinn fundur um skýrsluna verður auglýstur á vef Ísafjarðarbæjar þegar nær dregur.

4.Húsaleigubætur 2015 - 2014090006

Lagðar fram áætlanir um greiðslur húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2015 sem liður í fjáhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið.
Lagt fram til kynningar.

5.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072

Lagðar fram reglur um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd leggur til að samanlögð fjárhæð almennra húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta hækki úr kr. 50.000,- í kr. 60.000,- frá 1. janúar 2014. Ákvæði um þetta er í 4. grein í reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.

6.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði frá fundum nr. 38 og 39.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

7.Stjúptengsl - námskeið fyrir fagfólk - 2014080030

Lagt fram bréf, dagsett 16. júlí 2014, frá Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa, sem rekur Vensl ehf. og er ritstjóri vefsins www.stjuptengsl.is, þar sem hún er að kynna námskeið sem ætlað er fagfólki sveitarfélaga sem vinnur með börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. Námskeiðið ber heitið: Stjúptengsl - fyrir fagfólk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?