Velferðarnefnd

479. fundur 06. júní 2024 kl. 14:30 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þórunn Sunneva Pétursdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Hjúkrunarheimili Eyri - 2024060006

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri mætti til fundar og kynnti minnisblað dagsett 27 maí 2024 sem lagt var fyrir bæjarráð þann 03. júní 2024, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja sölu á fasteigninni Eyri hjúkrunarheimili.
Velferðarnefnd þakkar Örnu Láru fyrir greinagóða kynningu og styður fyrirhugaða sölu á fasteigninni.

Gestir

  • Arna Lára Jónsdóttir - mæting: 14:30

2.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fyrir
Trúnaðarmál rætt og afgreitt, fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

3.Verkefnalisti velferðarnefndar - 2024010226

Yfirfara verkefnalista velferðarnefndar
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

4.Framkvæmdasjóður aldraðra - umsóknir í sjóðinn 2024 - 2024020138

Lagt fram til kynningar úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2024.
Lagt fram til kynningar

5.Framtíð Vesturafls - 2024040108

Lagt fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls og Fjölsmiðjunnar, dagsett 15. apríl 2024, þar sem óskað er eftir fundi vegna framlags Ísafjarðarbæjar til Vesturafls og Fjölsmiðjunnar.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1281. fundi sínum, þann 22. apríl 2024, og tók jákvætt í erindið og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd, s.s. með því að endurskoða samning við Vesturafl og felur bæjarstjóra að kanna mögulega aðkomu annarra sveitarfélaga til samstarfs.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum velferðarsviðs að vinna drög að nýjum samningi í samvinnu við Vesturafl og Fjölsmiðjuna.

6.Ferliþjónusta 2024 - 2024040139

Á 1283. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisbað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 26. apríl 2024, þar sem lagt er til að ferliþjónusta verði alfarið í höndum sveitarfélagsins og þar með horfið frá verktöku í þjónustunni. Sviðsstjóri leggur til að sveitarfélagið kaupi nýjan sérútbúinn bíl, auk annarrar bifreiðar sem þörf er á í stuðningsþjónustunni. Verði tillagan samþykkt þyrfti að gera viðauka vegna þessa furir rekstur og framkvæmdaáætlun vegna fjárfestinga í ökutækjum fyrir þjónustuna.

Bæjarráð samþykkti tillögur í minnisblaði sviðsstjóra, en vísaði tillögu að gjaldskrárbreytingum til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að vinna drög að gjaldskrá fyrir árið 2025.

7.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2024 - 2027 - 2023120004

Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar - umræður
Velferðarnefnd stefnir á að ljúka vinnu við Mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar í júní 2024.

8.Dala.care - 2024050175

Dala.care kynning á nýju appi fyrir heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar
Velferðarnefnd fagnar fyrirhugaðri notkun á nýju snjallforriti fyrir heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum nr. 71/1997 (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.)
Lagt fram til kynningar
Arna Lára vék af fundinum 14:50

Fundi slitið - kl. 16:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?