Velferðarnefnd

477. fundur 29. febrúar 2024 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Steinþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þórunn Sunneva Pétursdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Tvö trúnaðarmál lögð fyrir
Trúnaðarmál rædd og afgreidd, fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Act alone - Sýning um Alzheimer eða hvergi sjúkdóminn. - 2024020134

Act Alone óskar eftir samstarfi við velferðarnefnd varðandi sýninguna Ég get sem fjallar um Alzheimerssjúkdóminn eða hvergi sjúkdóminn. Sýningin er á laugardagskvöldinu 10. ágúst 2024.
Eftir sýninguna verða umræður um sjúkdóminn í hálftíma og óskar Act alone eftir fagaðilum til þess að vera viðstaddir þegar umræðurnar eiga sér stað eins að fulltrúi frá velferðarnefnd verði viðstaddur.
Velferðarnefnd samþykkir erindið og samþykkir að senda starfsmann félagsþjónustunnar og fulltrúa velferðarnefndar og þeir taki þátt í umræðum að sýningu lokinni. Velferðarnefnd óskar eftir að málið verði sett á dagskrá hjá öldungarráði.

3.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Á 1254. fundi bæjarráðs, þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Var jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins. Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Á 1271. fundi bæjarráðs, þann 29. janúar 2024, var lögð fram drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar. Bæjarráð
fól bæjarstjóra að uppfæra drög að málstefnu í samræmi við umræður á fundinum, og vísaði málstefnunni í eftirfarandi fastanefndir til umsagnar: menningarmálanefnd, fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, og velferðarnefnd.
Starfsmönnum er falið að koma með tillögu að orðalagi samkvæmt umræðum á fundinum.

4.Mótttaka flóttamanna 2024 - 2024010067

Kynning á endurnýjun á samningi varðandi móttöku flóttamanna fyrir árið 2024.
Velferðarnefnd leggur við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningur um móttöku flóttafólks verði framlengdur til 3o. júní 2024 og að 40 notendur verði veitt þjónusta í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

112. mál - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 - greiðsla meðlags.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

115. mál - Búsetuöryggi í dvalar og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2024 - 2027 - 2023120004

Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar - umræður.
Velferðarnefnd felur starfsmanni að vinna áfram að því að fá fræðslu frá Samtökunum 78 vegna vinnu við mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?