Velferðarnefnd

389. fundur 26. ágúst 2014 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Guðný Harpa Henrysdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 389. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lögð fram drög að erindisbréfi félagsmálanefndar.
Rætt um erindisbréfið og starfsmönnum falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

2.Nefndarmenn 2014 - 2014020030

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ.
Nefndarmenn undirrituðu siðareglurnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir vinnuhætti félagsmálanefndar og ferli mála sem fara fyrir nefndina.

3.Trúnaðarmál. - 2011090094

Rætt um ferli trúnaðarmála sem fara fyrir félagsmálanefnd.

4.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga 2014. - 2014080057

Lagður fram tölvupóstur frá Gyðu Hjartardóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. ágúst 2014. Efni tölvupóstsins er námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustunnar sem fyrirhugað er í byrjun árs 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2014-2015 - 2014010071

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur dags. 25. júní s.l. þar sem tilkynnt er um landsfund jafnréttisnefnda sem verður haldinn í Reykjavík þann 19. september n.k.
Félagsmálanefnd samþykkir að senda tvo fulltrúa á fundinn.

6.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Lögð fram drög að niðurstöðum á samanburði á launum karla og kvenna hjá Ísafjarðarbæ.
Umræður um niðurstöðurnar og starfsmönnum falið að koma athugasemdum til Höllu Hafbergsdóttur starfsmanns Rannsóknarstofnunar háskólans á Akureyri sem vinnur skýrsluna fyrir Ísafjarðarbæ.

7.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2015 - 2014080060

Lögð fram gjaldskrá fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.
Umræður um gjaldskrá fjölskyldusviðs og starfsmönnum falið að útfæra tillögur nefndarmanna.

8.Þjónustuhópur aldraðra, nefndarmenn - 2014080061

Félagsmálanefnd ræðir tillögur um fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
Tilnefningum frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?