Velferðarnefnd

388. fundur 13. maí 2014 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson formaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Björn Davíðsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 388. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar. - 2012020053

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá stöðugildaþróun á fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar.
Rætt um stöðugildaþróun og verkaskiptingu á fjölskyldusviði.

3.Samstarfssamningur - 2014050003

Lögð fram drög að samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Geðræktarmiðstöðvarinnar Vesturafls.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samninginn.

4.Þjónusta við aldraða á Flateyri og í Önundarfirði. - 2011040079

Lögð fram drög að húsaleigusamningi á milli Félags eldri borgara í Önundarfirði og Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?