Velferðarnefnd

386. fundur 25. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Björn Davíðsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • María Hrönn Valberg varamaður
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 386. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Gunnar Þórðarson boðaði forföll en í hans stað mætti María Hrönn Valberg.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Sex trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2014030022

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 20. mars s.l. þar sem Ása Rut Halldórsdóttir kt. 080681-3649 sækir um leyfi til daggæslu barna hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram í leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal en leigusamningur um húsnæðið liggur fyrir.
Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu og felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda.

3.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2014030047

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 20. mars s.l. þar sem Rikka Emilía Böðvarsdóttir kt. 291289-2909 sækir um leyfi til daggæslu barna hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram í leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal en leigusamningur um húsnæðið liggur fyrir.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.

4.Húsaleigubætur 2014 - 2013090029

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, innanríkisráðuneytinu, dags. 13. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargeðir verkefnahóps BSVest frá fundum nr. 38 og 39.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

6.Kynningarspjöld frá umboðsmanni skuldara - 2014020034

Lagt fram bréf Ástu S. Helgadóttur frá Umboðsmanni skuldara dags. 11. mars 2014. Meðfylgjandi eru bæklingar frá umboðsmanni skuldara um gjaldþrotaskipti og fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar, sem umboðsmaður veitir.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2012-2013. - 2014030058

Lögð fram ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands fyrir 2012 til 2013.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?