Velferðarnefnd

385. fundur 11. febrúar 2014 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson formaður
  • Sturla Páll Sturluson varamaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Björn Davíðsson aðalmaður
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 385. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Guðný Stefanía Stefánsdóttir boðaði forföll en í hennar stað mætti Sturla Páll Sturluson.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Leyfi til daggæslu í heimahúsi - 2013080033

Lagður fram tölvupóstur frá Lísbet Harðardóttur kt. 100885-2479, sem starfar sem dagforeldri, þar sem hún sækir um undanþágu til að hafa fimm börn í vistun í daggæslu í stað fjögurra. Formaður félagsmálanefndar var kallaður til þar sem langt var í næsta fund og samþykkti hann erindið með fyrirvara um samþykki félagsmálanefndar.
Félagsmálanefnd staðfestir samþykki formanns félagsmálanefndar. Erindið telst því samþykkt.

3.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072

Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ. Til endurskoðunar eru tekjuviðmið.
Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og að gera breytingar á tekjuviðmiðum á grundvelli reglugerðar nr. 873/2001.

4.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BSVest frá fundum nr. 35, 36 og 37.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

5.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Rætt um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.
Rætt um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð og starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum.

6.Kynningarspjöld frá umboðsmanni skuldara - 2014020034

Lagt fram bréf frá umboðsmanni skuldara ásamt kynningaspjöldum um hlutverk og starfsemi embættisins annars vegar og um greiðsluaðlögun hins vegar.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
Fjölskyldusvið, fimm ára áætlun.

Félagsmálanefnd áformar að halda vinnufund þriðjudaginn 4. mars n.k. til að vinna að fimm ára áætlun fyrir fjölskyldusvið.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?