Velferðarnefnd

461. fundur 18. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Halldóra Björk Norðdahl varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

4 trúnaðarmál lögð fyrir.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar undir viðkomandi einstaklingsmálum.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. Breytingar eru í samræmi við leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings sem uppfærðar voru í félagsmálaráðuneytinu í desember 2020.
Lagt fram til kynningar og umræðna. Starfsmönnum falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Drögin verða lögð fram á ný á næsta fundi nefndarinnar.

3.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061

Lögð fram drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, með breyttum tekjumörkum fyrir árið 2022.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

4.Rekstur Kvennaathvarfs 2022 - 2021100038

Lagt fram bréf Brynhildar Jónsdóttur, rekstrarstýru kvennaathvarfs, dagsett 6. október 2021, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022.
Velferðarnefnd samþykkir styrkbeiðnina enda hafi verið gert ráð fyrir styrkveitingu í fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?