Velferðarnefnd

457. fundur 04. mars 2021 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Verkefni velferðarnefndar - 2019110016

Kynnt verkefni velferðarnefndar, sem unnið er að á velferðarsviði.
Lagt fram til kynningar og umræðna.

3.Rekstur kvennaathvarfs 2021 - styrkbeiðni - 2021020094

Lagt fram bréf Brynhildar Jónsdóttur, rekstrarstýru kvennaathvarfsins, dags. 10. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2021 að upphæð kr. 200.000,-.
Velferðarnefnd samþykkir styrkbeiðnina og þakkar kvennaatkverfinu gott starf.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Á 1143. fundi bæjarráðs, þann 1. mars 2021, var lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 24. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál. Umsagnarfrestur er til 10. mars. Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd telur mikilvægt að starfsemi Fjölmenningasetur haldist áfram í Ísafjarðarbæ um ókomna tíð.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?