Velferðarnefnd

455. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson varamaður
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Bjarni Pétur Marel Jónasson, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað kl.08:30, undir öðrum dagskrálið.

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Velferðarnefnd vinnur að umsögn um endurnýjun á aðalskipulagi.
Velferðarnefnd ræðir áherslur í velferðar- og félagsmálum. Stefnt er að vinnufundi vegna málsins.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Upphaf vinnu við endurskoðun á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Starfsmönnum falið að vinna málið áfram.

4.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. desember 2020. Á 1135. fundi bæjarráðs, þann 21. desember 2020, vísaði bæjarráð tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar í velferðarnefnd og fræðslunefnd, þar sem óskað er eftir að nefndirnar taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetingu skrifstofa og verkefnum.
Það er mat velferðarnefndar að ekki sé tilefni til sameiningar velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?