Velferðarnefnd

450. fundur 17. september 2020 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Harpa Björnsdóttir, nýr aðalmaður, sat fundinn.
Harpa Stefánsdóttir, ráðgjafi félagsþjónuustu, sat fundinn.

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi, mætir til fundar og kynnir vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi með tillit til velferðarmála.
Nefndin þakkar Heiðu Hrund Jack fyrir kynninguna og felur stafsmönnum að vinna málið áfram.

3.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram til kynningar tillaga bæjarstjóra Ísafjaðrarbæjar um breytingar á Samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 1. september 2020. Bæjarstjórn óskar umsagna nefnda á 460. fundi sínum þann 3. september sl.
Starfsmönnum er falið að óska eftir skilgreiningum á hlutverki velferðarnefndar með vísan til 14.gr. laga um húsnæðismál nr.44 frá 1998.

4.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Kynnt gjaldskrá velferðarsviðs árið 2020 og tillögur fyrir árið 2021.
Nefndin felur starfsmönnum að yfirfara gjaldaskrá með tilliti til tekjumarka og samsetningar gjaldskrárliða.

5.Kynjahlutfall í fastanefndum - 2018100072

Lagt fram til kynningar samantekt um hlutfall kynja í fastanefndum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?