Velferðarnefnd

379. fundur 11. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir formaður
  • Jón Reynir Sigurðsson varaformaður
  • Gunnar Þórðarson aðalmaður
  • Ari Klængur Jónsson aðalmaður
  • Rannveig Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 379. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Stefna Ísafjarðarbæjar í málefnum fatlaðs fólks. - 2013060045

Lögð fram drög að stefnu Ísafjarðarbæjar í málefnum fatlaðs fólks.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stefnu Ísafjarðarbæjar í málefnum fatlaðs fólks og þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna greinargerð.

3.Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar - 2010080057

Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, vinnuskjal frá 24. maí 2013. Bæjarráð hefur óskað eftir umsögn um drögin fyrir 13. júní n.k.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

4.Þjónusta við aldraða á Flateyri og í Önundarfirði. - 2011040079

Lögð fram ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Önundarfirði sem haldinn var þann 21.maí s.l.
Lagt fram til kynningar og starfsmanni falið að vinna að málinu í samráði við Félag eldri borgara í Önundarfirði.

5.Framtíðarþing um farsæla öldrun - lokaskýrsla 2013. - 2013060037

Lögð fram lokaskýrsla framtíðarþings um farsæla öldrun. Þingið var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 7. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

6.Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2012. - 2013060044

Lagður fram ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir starfsárið 2012.
Lagt fram til kynningar.

7.Húsfélag Hlífar II, ársreikningur 2012. - 2013060035

Lagður fram ársreikningur Húsfélags Hlífar II fyrir árið 2012.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?