Velferðarnefnd

448. fundur 04. júní 2020 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg formaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Endurskoðun reglna og verkefni velferðarnefndar - 2019110016

Kynnt verkefni velferðarnefndar og þörf á endurskoðun reglna metin.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að hefja vinnu við endurskoðun reglna á velferðarsviði í samvinnu við nefndina.

2.Byggðasamlag Vestfjarða - samningar og viðaukar - 2020 - 2020050010

Kynntur tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 30. apríl 2020, auk þess sem lagðir eru fram til samþykktar samstarfs- og þjónustusamningar milli Ísafjarðarbæjar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks ásamt þremur viðaukum. Bæjarráð vísaði málinu til velferðanefndar.
Velferðarnefnd vekur athygli á að breytingar hafa orðið á verkefnum þjónustusvæðanna þar sem Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur hafa sameinast um félagsþjónustu. Sú breyting er tiltekin í formála þjónustusamningsins sem liggur frammi til samþykktar en breytingarnar virðast ekki skila sér yfir í viðauka 1, þar sem skilgreiningu og framlagi BsVest til ráðgjafar og stjórnunarhlutfalls hefur ekki verið breytt. Velferðarnefnd felur starfsmanni að óska skýringa og leggur til að þegar verði farið í vinnu við skilgreiningar á stjórnun og ráðgjöf í málaflokknum. Velferðarnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, skjalaritara, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál. Umsagnarfrestur er til 29. maí 2020. Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvpuóstur Kormáks Axelssonar, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 28. maí 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál. Umsagnarfrestur er til 11. júní 2020. Bæjarráð vísaði málinu áfram til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?