Velferðarnefnd

444. fundur 05. desember 2019 kl. 08:10 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg formaður
 • Þórir Guðmundsson varaformaður
 • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
 • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
 • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
 • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
 • Arna Ýr Kristinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Kynning Vá Vest fyrir Velferðarnefnd - 2019120001

Fulltrúar Vá Vest mæta til fundar og kynna helstu verkefni í forvarnarmálum á norðanverðum Vestfjörðum.
Velferðarnefnd þakkar fulltrúum Vá Vest fyrir góða kynningu og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gerður verði samningur við Vá Vest um áframhaldandi forvarnarvinnu.
Hlynur Snorrason, Stella Hjaltadóttir og Esther Ósk Arnórsdóttir mættu til fundar kl.08:10 og véku af fundi kl.09:00.
Tinna Hrund Hlynsdóttir og Margrét Geirsdóttir véku af fundi þegar að ákvörðun velferðarnefndar var tekin.

Gestir

 • Hlynur Snorrason - mæting: 08:10
 • Stella Hjaltadóttir - mæting: 08:10
 • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 08:10

2.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmál afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

3.Rekstur kvennaathvarfs 2020 - styrkbeiðni - 2019100099

Lagt fram bréf Brynhildar Jónsdóttur, rekstrarstýru kvennaathvarfsins, dags. 20. október 2019 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2020 að upphæð kr. 200.000,-.
Með vísan til fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020 er samþykkt er að veita styrk til Kvennaathverfs að upphæð kr. 60.000,-.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál. Umsagnarfrestur er til 3. desember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1083. fundi sínum 18. nóvember sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál. Umsagnarfrestur er til 27. nóvember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1082. fundi sínum 11. nóvember sl., og vísaði því til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?