Velferðarnefnd

442. fundur 31. október 2019 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G. Guðbjartsdóttir
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Hjördís Þráinsdóttir, persónuverndarfulltrúi, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna.

2.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmál afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - Gjaldskrá fyrir velferðarsvið - 2019030031

Rætt um gjaldskrá á velferðarsviði fyrir árið 2020.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að mótun gjaldskrár í samræmi við umræður á fundinum.

4.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 2020 - 2017110061

Rætt um endurskoðun á tekjumörkum í reglum Ísafjarðarbæjar um afslætti af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020.
Velferðarnefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að breytt tekjumörk miðist við vísitölu neysluverðs, 3,2%.

5.Fjölsmiðja - Þjónustusamningur - 2014090066

Kynnt nýting á úrræði Fjölsmiðju á grundvelli þjónustusamnings Vesturafls við Ísafjarðarbæ.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að leggja fram tillögu að breytingum á þjónustusamningnum í ljósi umræðna á fundinum.

6.AA samtökin Ísafirði - 2019030080

Rætt um stuðning við AA samtökin á Ísafirði fyrir árið 2020.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að gera ráð fyrir styrk fyrir AA samtökin á Ísafirði við fjárhagsáætlunargerð 2020.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1078. fundi sínum 14. október sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 41. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1078. fundi sínum 14. október sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.
Á 1079. fundi bæjarráðs. 21. október sl., var þingsályktunartillögunni vísað til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1076. fundi sínum 30. september sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?