Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Fundinn sátu: Birna Sigurðardóttir, Bjarni Pétur Marel Jónasson og Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir.
1.Heilsueflandi samfélag - 2017070025
Lögð fram glærukynning um heilsueflandi samfélag.
Lagt fram til kynningar.
2.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Lögð fram drög að íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.
Rætt um stefnuna.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í ungmennaráði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í ungmennaráði.
Lagt fram til kynningar.
4.Markmið ungmennaráðs - 2018020023
Rætt um markmið ungmennaráðs og farið yfir erindisbréf þess.
Frestað til næsta fundar sem verður haldinn í MÍ.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?