Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1. fundur 14. nóvember 2017 kl. 16:00 - 17:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Eva María Einarsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Fundarmenn:Bjarni Pétur Jónasson, Vigdís Pála Halldórsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Arnar Áki Sigurðsson, Guðrún Ósk Ólafsdóttir, Jóhanna Gísladóttir og Helena Haraldsdóttir. Eva María Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðva sat einnig fundinn.

1.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - Erindisbréf og skipan í trúnaðarstörf - 2017110025

Lagt fram samþykkt erindsbréf ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar og til samanburðar erindisbréf ungmennaráðs Seltjarnaness, þar sem ekki er notast við fulltrúalýðræði eins og gert er ráð fyrir í erindisbréfi unmennaráðs Ísafjarðarbæjar.
Ungmennin sem mætt voru til fundarins leggja til að gerðar verði breytingar á erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum. Lagt er til að ungmennaráðið starfi samkvæmt beinu lýðræði en ekki eftir fulltrúalýðræði eins og erindisbréfið gerir ráð fyrir.

2.Ungmennaráð - önnur mál - 2017110026

Íþrótta- og tómstundanefnd hefur óskað eftir að ungmennaráð komi að endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu.
Ungmennaráð tekur vel í beiðnina og mun fjalla um stefnuna á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?