Umhverfis- og framkvæmdanefnd

88. fundur 24. september 2019 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Geir Sigurðsson varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004

Umræður fóru fram um framtíðarskipulag í sorpmálum.
Umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram og kynna fyrir næsta fund.

2.Fjallskil 2019 - 2019080030

Umræður um úrbætur á fjárgirðingum við Holtahverfi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur eðlilegt að sett verði niður ristarhlið við Hafrafellsháls til að takmarka lausagöngu búfjár í þéttbýli. Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir samstarfi við Vegagerðina til að koma málum af stað.

Gestir

  • Kristján Andri Guðjónsson - mæting: 08:35

3.Eftirlitsskýrsla vegna Ísafjarðarbær-Fráveita Ísafjörður - 2019080043

Kynnt eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. ágúst 2019 varðandi fráveitu á Ísafirði.
Nefndin þakkar fyrir skýrsluna. Tæknideildinni er falið að kostnaðarmeta aðgerðir í frárennslismálum og meta þörf á viðhaldi lagna, og leggja fyrir næsta fund.

4.Kirkjuból í Korpudal - Endurheimt votlendis - 2019090050

Lögð fram tilkynning um framkvæmdir og verkáætlun frá Votlendissjóði vegna endurheimtar votlendis á jörðinni Kirkjuból í Korpudal í Önundarfirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til Umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd fagnar framkvæmdinni og gerir ekki athugasemd.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?