Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Framkvæmdaráð Umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (Earth Check) - 2019020090
María Hildur Maack, starfsmaður Vestfjarðastofu, kynnir framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar sveitafélaga á Vestfjörðum.
María Hildur Maack kynnti umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Gestir
- María Hildur Maack - mæting: 08:15
2.Málefni hverfisráða - 2017010043
Tekið fyrir erindi Íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði, sem m.a. snýr að sorpflokkun.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að kynna sorpflokkun í sveitarfélaginu í samstarfi við upplýsingafulltrúa og Gámaþjónustu Vestfjarða.
3.Sorpmál 2018 eftirlit GV - 2018010004
Umhverfisfulltrúi upplýsir um stöðu í jarðgerðarmálum.
Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála í jarðgerð Ísafjarðarbæjar. Frá áramótum hafa safnast rúm 72 tonn af lífrænum úrgangi til jarðgerðar, sem er í samræmi við þær áætlanir sem gerðar voru í aðdraganda útboðs 2017. Eitthvað hefur borið á aðskotahlutum, svo sem plasti, í söfnuninni þannig að ekki hefur verið hægt að koma moltunni í dreifingu. Umhverfisnefnd hvetur íbúa til að gæta að flokkuninni svo bæta megi gæði moltunnar.
4.Gleiðarhjalli, mótvægisaðgerðir - 2019080049
Lögð fram drög að mótvægisaðgerðum vegna uppbyggingu snjóflóðavarnargarða undir Gleiðarhjalla, unnin af Verkís í júní 2019. Einnig lögð fram til samanburðar tillaga að mótvægisaðgerðum unnin af teiknistofunni Eik í ágúst 2011.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að sjá til þess að verkið verði unnið í samræmi við gögn sem kynnt voru 2011.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?