Umhverfis- og framkvæmdanefnd

86. fundur 11. júní 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Geir Sigurðsson varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Aðalsteinn Egill Traustason mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1063. fundi sínum 27. maí sl. og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir frumvarp til laga um matvæli nr. 93/1995 með síðari breytingum, þar sem lagt er til að upplýsingagjöf til neytenda um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla sé bætt. Mikilvægt er að tryggja neytendum greiðan aðgang að þeim upplýsingum svo þeir geti byggt ákvarðanir sínar um val á matvælum á réttum upplýsingum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?