Umhverfis- og framkvæmdanefnd

82. fundur 09. apríl 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til umsagnar Skipulagsstofnunar sem telur að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif m.t.t. eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. Þar sem um er að ræða silungs- og þorkseldi fellur framkvæmdin ekki undir áhættumat Hafrannsóknarstofnunar varðandi laxeldi. Nefndin gerir ekki athugasemd við aukna framleiðslu.

2.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005

Lögð fram drög að breyttri umhverfisstefnu m.t.t. aðgerða í loftslagsmálum.
Formanni falið að vinna málið áfram.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsögn frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl nk.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið en leggur áherslu á að reglur um framleiðslu matvæla og eftirfylgni þeirra séu sambærileg milli landa á sama markaði.

4.Sauðfjárbeit innan þéttbýlis - 2016040050

Umræður um tilraunaverkefni á Suðureyri sem miðar að því að halda illgresi í skefjum.
Nefndin telur að tilraunaverkefnið hafi gengið vel og telur að tími sé kominn til að kanna hvort áhugi sé fyrir því að útvíkka verkefnið og prufa það á fleiri stöðum í sveitarfélaginu.

5.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram bréf frá Gauta Geirssyni f.h. Hreinni Hornstranda, ódagsett, þar sem skýrt er frá fyrirhugaðri hreinsunarferð í friðland Hornstranda dagana 14. - 16. júní og óskað eftir aðstoð Ísafjarðarbæjar eins og fyrri ár.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að Ísafjarðarbær taki þátt í því á sama hátt og undanfarin ár. Nefndin vill nota tækifærið og þakka aðstandendum verkefnisins kærlega fyrir ómertanlegt hreinsunarstarf í viðkvæmu friðlandi Hornstranda.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?